Deila framhaldsskólakennara

Mér finnst þetta ekki vera frétt heldur yfirlýsing formanns félags framhaldsskólakennara, þvi sá sem skrifar fréttina spyr einskis heldur birtir yfirlýsinguna án skýringa á efninu.  Þá sé æskilegt að almenningur fái skilning á því á mæltu máli um hvað deilan snúist.

Formaðurinn segir kjörin vera dragbít á skólastarfið i landinu.  Hvað á hún við með því?

Krafan er um að launakjörin verði sambærileg og hjá skyldum hópum hjá ríkinu sem eru með áþekka menntun.  Hvaða hópar eru það og hvers vegna eru hóparnir þá að semja hver fyrir sig í stað þess að koma allir saman og ákveða sín á milli hvernig launakjör þeirra skuli vera í stað þess að bítast um það eftir á?

Þá lýsir hún því yfir að ekki komi til greina að semja á svipuðum nótum og á almennum vinnumarkaði.  Þetta staðfestir reyndar það sem margir hafa talið að ríkisstarfsmenn telji að peningar vaxi á trjánum því þeir skynji ekki að það sé ekki hægt að deila meiri verðmætum en aflað sé.

Þeir virðist ekki hafa áhyggjur af afleiðingum verðbólgu, sem reyndar hittir félaga þeirra á sama hátt og á almennum vinnumarkaði, nema þeir skuldi ekki neitt varðandi fasteignakaup.

Mér finnst þetta vera óábyrg yfirlýsing og geri þá kröfu til formanna verkalýðsfélaga á almennum og opinberum markaði að þeir komi heiðarlega fram við félagsmenn sína um áhrif krafna þeirra um hækkun launa og líti til liðins tíma um lítinn árangur raunverulegra kjarabóta.

Snúum okkur að því sameiginlega að bæta kjör almennings en ekki standa í stríði um það hvaða félag náði mestri launahækkun í kjarasamningum, án þess að nokkur fótur væri fyrir hækkuninni.

Athugasemdir samningamanns á eftirlaunum. 

  

  


mbl.is Komið að ögurstundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna þarf að hafa í huga að laun kennara, bæði þeirra sem eru að kenna í framhaldsskólum og semja við ríkið og einnig þeirra sem kenna í grunnskólum og semja við sveitarfélög, eru orðin gjörsamlega úr takti við allt annað á vinnumarkaði. Það er orðið skilyrði til að fá starf sem grunnskólakennari að vera með 5 ára háskólamenntun (mastersgráðu) og hjá framhaldsskólakennurum jafnvel enn lengra nám. Ef við berum laun þeirra saman við laun háskólamenntaðs fólks á hinum svokallað almenna markaði, þ.e. hjá öðrum en ríki og sveitarfélögum, þá hafa þessar stéttir sérstaklega dregist óhóflega afturúr og óréttlætanlegur mismunur þarna á launum, ekki síst ef miðað er við ábyrgð og álag í starfi. Sama er reyndar uppi á teningnum varðandi heilbrigðisstarfsfólks, enda er nú brostinn slíkur flótti í þær stéttir úr landi, að það er orðið nær óleysanlegur vandi að manna allar þær stöður, sem þarf að manna í þeim geira. Vill einhver skýra það fyrir mér á mannamáli að háseti á frystitogara hafi tvöföld laun á við hjartaskurðlækni, að maður tali nú ekki um uppsjávarskipin.

E (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband