Frétt Mbl 24.9. um tvo flóttamenn

Í blaðinu í dag eru tvær áhugaverðar fréttir um flóttamenn sem hafa hlotið landvist á Íslandi. 

Þar er um að ræða fréttir um Linu Ashouri frá Sýrlandi og Zahra Mesbak frá Afghanistan.

Þessar fréttir Morgunblaðsins lýsa viðhorfum þeirra tveggja og skýra fyrir okkur hvaða umskipti urðu í lífi þeirra og fjölskyldna þeirra eftir komuna til Íslands, sem er ánægjulegt að lesa um.  Morgunblaðið á skilið lof fyrir að birta þessi viðtöl við þær, sem raunar skýra mun á stöðu flóttamanna og hælisleitenda.

Þær komu hingað sem flóttamenn, sem Ísland hafði samþykkt að taka við.  Þær komu ekki sem hælisleitendur, en sumum virðist erfitt að skilja að munur sé á hælisleitendum og flóttamönnum.

Samkvæmt greinunum hafa þær báðar og börn þeirra spjarað sig vel hér og vilja vera hér áfram.

Þessar greinar ættu að geta dregið úr fordómum fólks á fólki af öðrum trúarbrögðumum.

Vona að Morgunblaðið haldi áfram á því að birta greinar sem þessar til að vekja fólk til umhugsunar um að það sé til gott fólk af öðrum trúarbrögðum en okkar.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband